Hi, I’m Björn Loki, an artist and designer based in Iceland
For all inquiries please contact
me through email or phone.
+354 6166283 - bjornloki@gmail.com






FÚSK: GUFUNES
Stofnandi / Listrænn stjórnandi
FÚSK.GUFUNES var sjálfstætt, óhagnaðardrifið grasrótarfélag stofnað 2020. Það starfaði í 1200 m² skemmu í Gufunesi sem menningarlegt tilraunaverkefni með áherslu á sjálfbærar lausnir og réttinn til borgarinnar.
Verkefnið hýsti margvíslega viðburði, m.a. sýningar, reif og hátíðir, kvikmyndatökur, pop-up útvarp, saunaklúbb og vikulegan kór.
Árið 2022 var það útnefnt Listahópur ársins af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.
Helsta samstarfsfólk:
Elsa Jónsdóttir, Edda Karólína, Gunnar Egilsson, Elín Ramette, Sigmar Eggerts, Mikkel Barsoe, Vivian Vesterager, Eysteinn Þórðarson, Ásdís Hanna, Jóel Darri, Eyvindur Þorsteinsson
Verkefnið var m.a. innblásið af Institute for X og hugmyndum Adam Kraft um the unruly city.








KVÆÐAKÓRINN
Listræn yfirsýn viðburða
Fyrir fjórum árum stofnuðum við nokkrir vinir Kvæðakórinn. Verkefnið hefur þróast í lifandi tilraunaplatform þar sem við blöndum hefðbundnum kveðskap við nýstárlega tónlist. Hugmyndin er að gera hefðina aðgengilegri, tilraunakenndri og síbreytilegri. Kórinn er fremur listamannasamsteypa en hefðbundinn kór.
Hann er leiddur áfram af Bjarna Karlssyni, og í honum taka einnig þátt dansarar, keramíksmiðir, tónlistarfólk, leikmyndahönnuðir, skúlptúristar og gjörningalistamenn.








KROT & KRASS
Krot & Krass eru tvíeykið Björn Loki og Elsa Jónsdóttir. Þau vinna með tungumálið sjálft: letur, orð og tilvísanir, rannsaka lestur í sínum víðasta skilningi og skoða möguleikana á því að miðla hugmyndum og reynslu í gegnum flókin kerfi stafa. Höfðaletur hefur verið þeirra helsta hugðarefni undanfarin misseri en letrið kom fyrst fram í íslenskum útskurði á 16. öld. Höfðaletur getur verið torlæsilegt og hefur allt frá uppruna þess verið sveipað dulúð. Krot & Krass leggja áherslu á umbreytingu umhverfisins og hafa unnið fjölmörg verk í almannarýminu undanfarin ár.












Valin verk fyrir kúnna
Valin verk fyrir kúnna.
Hönnunarverðlaun Íslands, Sequences, RIFF, Dagur Íslensk Prentiðnaðar, Gísli Pálm, Doha Film Institute, Reykjavík Bar Summit, Grapevine, Una Útgáfuhús, Iceland airwaves, Icelandair, Buxur, Reykjavíkurborg, Íslenski Sjávarklasinn, Kaffihús Vesturbæjar, Loft Hostel.



















Veggverk 2014-2024
Texti í vinnslu.



















